Stóð uppi í hárinu á Harvey Weinstein

Brad Pitt leggur áherslu á að samskipti kynjanna séu betri …
Brad Pitt leggur áherslu á að samskipti kynjanna séu betri eftir #Me Too byltinguna. mbl.is/AFP

Í nýlegu viðtali á CNN við Brad Pitt kemur fram sú skoðun hans að samskipti kynjanna séu í jákvæðri þróun. Hann talar um hvernig áfengi getur gert fólk fjarverandi í eigin lífi. Hann segist hafa verið ungur á þeim tíma sem hann talaði við Harvey Weinstein út af Gwyneth Paltrow. 

Viðtalið var tekið við kynningu kvikmyndarinnar Ad Astra þar sem Pitt fer með hlutverk geimfara sem leitar föður síns.

Í kvikmyndinni Ad Astra er fjallað um karlmennskuna, berskjöldun og einmanaleika.

Brad Pitt er í sínu besta formi þessa dagana.
Brad Pitt er í sínu besta formi þessa dagana. mbl/AFP

„Við eldumst og þreytumst á því að eiga leyndarmál og verja okkur. Við vildum taka á því í þessari kvikmynd. Við erum öll með alls konar tilfinningar, höfum öll misst einhvern, verið einmanna. Sumir eru góðir að takast á við vona það besta og verða betri fyrir vikið. Það er sagan sem við vildum segja.“

Reynsla Pitts er eins og annarra þegar kemur að félagsmótun og áhrifum foreldra á börn. 

„Foreldrar eru veröldin okkar í fyrstu, guðirnir okkar og sjá um upphafið að félagsmótun okkar. Út frá þessari reynslu eru sum okkar með sársauka eða ringlaðir. 

Ég held það taki okkur alla ævina að flokka og raða, hvað er okkar og hvað er foreldra okkar. Faðir minn kom úr mikilli fátækt og vildi gefa mér betra líf sem og hann gerði. Sem faðir spyr ég mig svo að því hvað get ég gert betur fyrir mín börn?“

Hvað um konur?

„Við erum að rannsaka karlmennskuna í þessari kvikmynd. Andstæðurnar að vera harður og að berskjalda sig.“

Þú hefur skilið sjálfur og talaðir um þá reynslu þína að hafa fengið aðstoð með drykkjuna þína. Getur þú sagt okkur hvernig þetta virkar?

„Ég áttaði mig á því að ég leitaði í allt mögulegt til að forðast vondar tilfinningar. Allt sem virkaði til að sleppa við þær er eitthvað sem ég gerði. Það er hægt að nota snakk, Netflix, áfengi, dóp og hvað sem er. Ég vildi hætta að hlaupa frá vandamálunum, sitja með tilfinningunum og koma sterkari út.“

Hvað um Harvey Weinstein, í tengslum við það sem hann gerði tengt Gwyneth Paltrow þegar hann áreitti hana? Þú stóðst uppi í hárinu á honum og það er auðvitað hennar að segja þessa sögu. En þú kemur út sem hetja í sögunni um baráttu leikkvenna í #Me Too-byltingunni?

„Ég nálgaðist hann bara eins og strákar gera sem eru þaðan sem ég er. Ég vildi bara vita að ekkert myndi koma upp þeirra á milli. Hins vegar finnst mér mikilvægt að tala um jákvæða þróun í samskiptum kynjanna. Sem er löngu tímabært að mínu mati.“




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson