RÚV sektað um 5.000 evrur vegna Palestínufána Hatara?

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur tilkynnt Ríkisútvarpinu (RÚV), að það verði sektað fyrir framgöngu Hatara í græna herberginu í lok Söngvakeppninnar í Ísrael í vor. Hatari dró upp borða í fánalitum Palestínu þegar sjónvarpsmyndavélum var beint að þeim.

Greint er frá þessu á vef RÚV sem segist hafa heimildir fyrir því að sektin nemi 5.000 evrum, en það er sagt vera lágmarkssekt sem EBU rukki um.

Í fréttinni segir að RÚV hafi komið á framfæri mótmælum við EBU vegna fyrirhugaðrar sektar og lýst yfir óánægju með meðferð málsins og fyrirhugaðri niðurstöðu. Rangt sé að sekta RÚV fyrir brot á reglum þegar sjónvarpsstöðin hafi gert allar mögulegar ráðstafanir til tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. 

RÚV sé þó engu að síður stolt af framlagi Íslands í keppninni og telji að atriði Hatara hafi verið glæsilegt og vakið mikla athygli.

Hatari á sviðinu í Tel Aviv. Mynd úr safni.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.