Steinhissa á rembingskossi frá kærustunni

Simon Cowell virtist ekki eiga von á rembingskossi frá Lauren ...
Simon Cowell virtist ekki eiga von á rembingskossi frá Lauren Silverman. mbl.is/AFP

Hæfileikadómarinn Simon Cowell fékk rosalegan rembingskoss frá kærustu sinni Lauren Silverman á rauða dreglinum fyrir America's Got Talent í vikunni. Á myndum af atvikinu að dæma virðist parið vera afskaplega hamingjusamt. 

Reyndar virtist Silverman kannski í ögn betra skapi en Cowell. Hann var að minnsta kosti óviðbúinn þegar hún ákvað að faðma hann og smella á hann kossi. Hæfileikadómarinn gat ekki falið undrun sína eins og sjá má á myndunum. 

Lauren Silverman sýndi Simon Cowell ást sína á rauða dreglinum.
Lauren Silverman sýndi Simon Cowell ást sína á rauða dreglinum. mbl.is/AFP

Cowell sem er 59 ára og Silverman sem er 42 ára hafa verið saman í nokkur ár og eiga hinn fimm ára gamla Eric saman. Samband þeirra byrjaði nokkuð óvenjulega en Silverman var gift Andrew Silverman, góðvini Cowells, þegar samband þeirra hófst. Var Lauren Silverman orðin ólétt þegar Andrew Silverman sótti um skilnað.

Lauren Silverman og Simon Cowell.
Lauren Silverman og Simon Cowell. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur þitt af mörkum, hvort sem það er beðið um það eða ekkið. Þú reynir að sjá það jákvæða í því sem ungt fólk er að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur þitt af mörkum, hvort sem það er beðið um það eða ekkið. Þú reynir að sjá það jákvæða í því sem ungt fólk er að gera.