Vildi ekki verða aðhlátursefni

Megan Fox var hrædd um álit og viðbrögð annarra.
Megan Fox var hrædd um álit og viðbrögð annarra. ROBYN BECK

Leikkonan Megan Fox segist hafa fengið taugaáfall úr hræðslu yfir því að fólk myndi hlæja að henni í Hollywood. 

Hún náði botninum árið 2009, stuttu eftir að kvikmyndin Jennifer's Body kom út. Hún segir að hún hafi sífellt verið kyngerð í kvikmyndum og þáttum.

„Það var ekki bara í þessari mynd, það var alla daga lífs míns, stöðugt, hvert einasta verkefni sem ég vann að með hverjum einasta framleiðanda. Það olli straumhvörfum í lífi mínu,“ sagði Fox í viðtali við Entertainment Tonight. 

Stöðug athygli sem hún vildi ekki hafði mikil áhrif á hana. „Ég held að ég hafi fengið heiðarlegt taugaáfall og vildi ekki gera neitt. Ég vildi ekki að neinn sæi mig, vildi ekki að neinn tæki mynd af mér, fara í viðtal, ganga rauða dregilinn, sjást opinberlega, allt vegna þess að ég var svo hrædd um, og eiginlega alveg handviss um að einhver myndi gera grín að mér, hæðast að mér, hrækja á mig, kalla eitthvað að mér, kasta steinum í mig bara fyrir það eitt að fara út úr húsi,“ sagði Fox.

Hún segist hafa reynt að segja frá reynslu sinni þegar hún var að alast upp í Hollywood en það hafi enginn hlustað á hana. „Mér líður eins og ég hafi verið á undan #MeToo-byltingunni áður en hún átti sér stað. Ég sagði frá því sem kom fyrir mig og allir sögðu mér bara að þegja og sögðu að ég ætti þetta skilið. Það töluðu allir um hvernig ég liti út eða hvernig ég klæddi mig eða hvað ég segði,“ sagði Fox.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.