Meghan fór á tveggja tíma tedrykkjunámskeið

Meghan lærði að drekka te að breskum sið.
Meghan lærði að drekka te að breskum sið. mbl.is/AFP

Meghan hertogaynja af Sussex fór á tveggja tíma tedrykkjunámskeið áður en hún drakk te með drottningunni. 

Meghan fór á námskeiðið í Pasadena í Kaliforníu, áður en hún flutti alfarið til London árið 2017. Námskeiðið hélt Edmund Fry, sem er frá London og rekur Rose Room Cottage Te Room í Kaliforníu. 

Á námskeiðinu var farið yfir hvernig eigi að halda á hnífapörum og hvernig skuli bera sig að með bolla og undirskál. Fry segir Meghan hafa bókað námskeiðið undir öðru nafni. 

Námskeiðið virðist hafa skilað sínu, að minnsta kosti hefur ekkert komið í fréttum um slæma borðsiði hertogaynjunnar síðan hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna vorið 2018.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.