Sæll með 39 árum yngri kærustu

Steven Tyler og Aimee Preston.
Steven Tyler og Aimee Preston. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Steven Tyler mætti með alla fjölskylduna á frumsýningu kvikmyndarinnar Ad Astra í Los Angeles í vikunni. Kærastan hans Aimee Preston mætti en líka dætur hans Liv Tyler og Chelsea Tyler en leikkonan Liv Tyler er eldri en kærasta pabba síns. 

Tyler er 71 árs síðan í mars en fram kemur á vef Page Six að Preston sé ekki nema 32 ára eða 39 árum yngri en kærastinn. 

Aimee Preston, Steven Tyler, Chelsea Tyler og Jon Foster.
Aimee Preston, Steven Tyler, Chelsea Tyler og Jon Foster. AFP

Svo virðist sem Preston nái vel til dætranna sem er kannski ekki skrítið. Dæturnar eru örugglega öllu vanar frá rokkaranum pabba sínum auk þess sem hún er töluvert nær þeim í aldri en kærastanum. Preston starfaði eitt sinn sem aðstoðarkona rokkarans en þau hafa búið saman í að minnsta kosti þrjú ár. 

Steven Tyler og dóttir hans Liv Tyler.
Steven Tyler og dóttir hans Liv Tyler. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.