Aðalleikararnir yngdir um áratugi

Al Pacino og Robert De Niro í hlutverkum sínum í …
Al Pacino og Robert De Niro í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Írinn. Leikararnir hafa verið yngdir upp með sérstakri brellutækni.
Kvikmynd Martins Scorsese um morðið á Jimmy Hoffa með Robert De Niro og Al Pacino verður frumsýnd á næstunni. Þar verða nokkrir áratugir flysjaðir af aðalleikurunum með sérstakri brellutækni. 
Leikararnir Robert De Niro og Al Pacino leiða saman hesta sína í nýjustu kvikmynd leikstjórans Martins Scorseses, sem fjallar um leigumorðingjann Frank Sheeran og morðið á stéttarfélagsleiðtoganum Jimmy Hoffa, sem hvarf sporlaust árið 1975. Myndin heitir Írinn (The Irishman), sem var viðurnefni Sheerans.

Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í New York 27. september og verður því næst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm 21. október að viðstöddum helstu leikurum í henni.

Pacino leikur Hoffa og De Niro Sheeran. Að auki koma fram í myndinni Joe Pesci og Harvey Keitel og hafa þessir fjórir leikarar oft unnið með Scorsese. Einnig má nefna leikarana Ray Romano, Bobby Cannavale, Önnu Paquin og Stephen Graham.

Sagan nær yfir nokkra áratugi og hefur komið fram í fréttum að rándýr tækni hafi verið notuð til að láta De Niro og Pacino líta út fyrir að vera yngri en þeir eru svo munar nokkrum áratugum. Scorsese hafði sínar efasemdir um tæknina og ákvað ekki að nota hana fyrr en hann hafði prófað hana. Það gerði hann með því að fá De Niro til að leika nokkur atriði úr myndinni Good Fellas og beita tækninni á þau. Niðurstaðan var greinilega það sannfærandi að hann ákvað að taka þessa tækni í sína þjónustu.

Myndin þykir í dýrari kantinum og hafa verið nefndar tölur allt frá 160 til 200 milljónir dollara, upphæðir sem oftast heyrast nefndar í sömu andrá og ofurhetjumyndir.

Efnisveitan Netflix framleiðir myndina og verður hún aðeins sýnd í kvikmyndahúsum í nokkrar vikur í nóvember áður en farið verður að bjóða upp á hana á veitunni 27. nóvember.

Þegar er farið að orða myndina við Óskarsverðlaun. 

Nánari umfjöllun er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.