Með hjónabandsáhyggjur á 20 ára brúðkaupsafmælinu

Victoria Beckham hefur verið gift kona í 20 ár.
Victoria Beckham hefur verið gift kona í 20 ár. mbl.is/AFP

Victoria og David Beckham fögnuðu 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Þau fóru bara tvö til Versala en frú Beckham sagði í viðtali á dögunum að því er fram kemur á vef Hello að hún hefði verið með áhyggjur yfir því að vera bara ein með manni sínum. 

„Guð, hvað höfum við að tala um þegar það eru bara við,“ sagðist Victoria Beckham hafa sagt við eiginmann sinn. Í ljós kom að þau áttu ekki í neium vandræðum með að skemmta sér saman í ferðinni án þess að tala um börnin eða vinnuna. 

„Það verður í lagi með okkur meira að segja eftir að þau eru öll farin að heiman,“ sagði frú Beckham augljóslega fegin. Það verður þó eitthvað í það að öll börnin verði farin að heiman þar sem yngsta barn þeirra og einkadóttir er aðeins átta ára. 

View this post on Instagram

20 years today. I love you so much xxxxx Kisses x @davidbeckham

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Jul 4, 2019 at 12:19am PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.