Stoltur félagi „fallega HIV-samfélagsins“

Jonathan Van Ness opnar sig í viðtali í New York …
Jonathan Van Ness opnar sig í viðtali í New York Times um helgina þar sem hann talar um hvernig það er að vera HIV-jákvæður og þá greinir hann einnig frá kynferðisofbeldi sem hann var beittur í æsku. AFP

Jonathan Van Ness, uppáhald margra aðdáenda þáttanna Queer Eye, greinir frá því í hjartnæmu og áhrifamiklu viðtali í New York Times að hann sé HIV-jákvæður. 

Ævisaga hans, Over the Top, kemur út á þriðjudaginn og þar segir hann meðal annars frá reynslu sinni af því að lifa með alnæmisveiruna. 

„Dagurinn sem ég komst að því að ég er HIV-jákvæður var alveg jafn átakanlegur og maður myndi ímynda sér,“ segir meðal annars í bókinni. 

Með því að segja sína sögu vonast Van Ness til þess að varpa ljósi á ranghugmyndir sem uppi eru um fólk sem er HIV-jákvætt, en hann ítrekar að hann sé heilsuhraustur og stoltur félagi „fallega HIV-samfélagsins“. 

Antoni Porowski, Jonathan Van Ness, Tan France, Bobby Berk og …
Antoni Porowski, Jonathan Van Ness, Tan France, Bobby Berk og Karamo Brown eru hinir nýju FAB 5. AFP

Beittur kynferðisofbeldi í æsku

Í viðtalinu ræðir Van Ness einnig um kynferðisofbeldi sem hann var beittur í æsku sem leiddi til sjálfsskaðandi hegðunar. Þá segir hann einnig frá vímuefnavanda sem hann glímdi við í kjölfar áfalla á lífsleiðinni. Sem dæmi nefnir hann að þegar hann var á fyrsta ári í háskóla auglýsti hann kynlíf gegn greiðslu á Gay.com og greiddi þannig móður sinni til baka en hann hafði nýtt peninga sem hann fékk frá henni til að fjármagna kókaínneyslu sína. 

Van Ness fór í tvær meðferðir vegna fíkniefnaneyslu á þrítugsaldri og féll í bæði skiptin. Í dag hefur hann verið edrú í nokkur ár. 

Hann segir að hann hafi átt erfitt með að gera það upp við sig hvort hann vildi deila þessari reynslu með umheiminum, nú þegar hann er þekkt persóna. 

„Þegar Queer Eye fór í loftið var það mjög erfitt þar sem ég vissi ekki hvort ég vildi tala um mína stöðu. Svo hugsaði ég með mér að ríkisstjórn Trumps hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að smána hinseginsamfélagið,“ segir Van Ness í viðtalinu og bætir við eftir smáþögn: „Ég finn fyrir þörf til að tala um þetta.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.