Game of Thrones og Fleabag sigursæl á Emmy

Phoebe Waller-Bridge, skapari Fleabag, var sigursæl á Emmy verðlaununum.
Phoebe Waller-Bridge, skapari Fleabag, var sigursæl á Emmy verðlaununum. AFP

Game of Thrones og Fleabag voru sigursæl þegar Emmy-verðlaunin voru veitt í Los Angeles í nótt. Hlaut Game of alls 12 verðlaun af þeim 32 tilnefningum sem þættirnir hlutu þetta árið og er þetta þriðja árið í röð sem þáttaröðin hlaut 12 verðlaun. Segir Guardian hana þar með hafa slegið eigin met frá 2015 fyrir mest verðlaunuðu sjónvarpsþáttaröðina í dramatíska flokkinum. Voru þættirnir m.a. verðlaunaðir sem besta dramatíska þáttaröðin og þá hlaut leikarinn Peter Dinklage verðlaunin sem besti leikarinn í aukahlutverki.

Fleabag hlaut svo verðlaunin sem besti gamanþátturinn, fyrir handritaskrif og leikstjórn og fékk skapari þeirra, Phoebe Waller-Bridge, einnig verðlaun sem besta gamanleikkonan, en alls hlutu þættirnir sex verðlaun. Besti gamanleikarinn var Bill Hader í þáttunum um Barry.

Besta aðalleikkonan í dramatískum þáttum var valin Jodie Comer í Killing Eve, og bestur leikara í dramatíska flokknum var Billy Porter í Pose.

Game of Throne leikarinn Peter Dinklage fékk verðlaunin sem besti …
Game of Throne leikarinn Peter Dinklage fékk verðlaunin sem besti leikari í aukahlutverki í dramatískaflokkinum. AFP

Chernobyl-þáttaröðin var einnig sigursæl, með tíu verðlaun m.a. fyrir tónlist Hildar Guðnadóttur í þáttunum.

Leiddar höfðu verið líkur að því að HBO streymisveitan myndi valta yfir Netflix að þessu sinni og  reyndist það rétt en þættir HBO hlutu alls 34 verðlaun að þessu sinni, en þættir Netflix 27 verðlaun af þeim 120 sem veitt eru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson