Hvað keyrir upp hamingjuna í lífi fólks?

Ást er ný heimildaþáttaröð sem fjall­ar um ást og ástar­sam­bönd­. Leikstjóri þáttanna er Haukur Björgvinsson en í fyrsta þætti er bornar saman sögur rómantíkur, hjónabanda, ástarsambanda og skilnaða frá sagnfræðilegu, heimspekilegu og sálrænu sjónarhorni og þessi atriði borin saman við skilning okkar á þessum málum í dag.

Fyrr á öldum var fólk í skipulögðum (e.arranged) hjónaböndum en fyrir um það bil 200 árum fór fólk að gifta sig út af ást og hrifningu. Síðar meir fóru skilnaðir að ryðja sér rúms og við það myndaðist ný staða fyrir konur. Á svipuðum tíma myndast poppkúltúr og við fórum  að sjá kvikmyndir og tónlist sem mótandi á hugmyndir okkar um rómantík og kröfur okkar til maka. Getur verið að við gerum óraunhæfar kröfur um ástina?

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir unnu hugmyndavinnu þáttanna sem eru fram­leidd­ir hjá Sagafilm. Öll serí­an, eða sam­tals sjö þætt­ir, verða fá­an­leg­ir í Sjón­varpi Sím­ans Premium á morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant