Kona er nefnd: Peggy Guggenheim og Patrisse Cullors

Tinna og Silja stjórna þættinum.
Tinna og Silja stjórna þættinum. mbl.is/Árni Sæberg

Konur þáttarins eru brautryðjendur, þær Peggy Guggenheim og Patrisse Cullors. Peggy Guggenheim var frænka Solomon Guggenheim og var hún, líkt og frændi hennar, mikill listunnandi. Peggy bjargaði fjöldanum öllum af menningarlega mikilvægum málverkum undan klóm nasista og kallaði ekki allt ömmu sína þegar kom að því að vera til.

Patrisse Cullors er einna þekktust fyrir að vera stofnandi og drifkraftur Black Lives Matter-hreyfingarinnar sem orðin er að sjálfstæðu fyrirbæri um heim allan í dag. Patrisse hefur farið mikinn í aðgerðum innan fangelsiskerfis Bandaríkjanna og barist fyrir bættum kjörum svartra, innan kerfisins og utan.

Annar þáttastjórnenda, Tinna Haraldsdóttir, er varaformaður Femínistafélags Háskóla Íslands en félagið stendur fyrir bingói á Stúdentakjallaranum á morgun, miðvikudag, klukkan 20:30.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant