Myndi helst vilja brjóta hefðina

Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa ganga í hjónaband á …
Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa ganga í hjónaband á næsta ári. AFP

Beatrice prinsessa tilkynnti um trúlofun sína og Edoardo Mapelli Mozzi á dögunum. Hún er sögð helst helst vilja gifta sig á Ítalíu en mun þó líklega ekki gera það ömmu sinnar vegna. Sérfræðingur í bresku kóngafjölskyldunni heldur þessu fram í viðtali við OK að því er fram kemur á vef Express

Unnusti prinsessunnar sem er nú níunda í erfðaröð bresku krúnunnar er af fínum ítölskum ættum. Hjónin verðandi trúlofuðu sig í fríi við Amalfi-ströndina á Ítalíu og er Beatrice sögð vilja heiðra arfleifð Mozzi með því að gifta sig á Ítalíu. 

Amma Beatrice, Elísabet Englandsdrottning, er hætt að fljúga vegna aldurs og ef hún á að mæta í brúðkaupið verður það að vera á Englandi að sögn sérfræðingsins. Er Beatrice einnig sögð vilja geðjast öllum og því mun brúðkaupið líklega fara fram á Englandi enda sterk hefð fyrir brúðkaupum í Bretlandi í bresku konungfjölskyldunni. 

Talið er að brúðkaupið muni fara fram næsta vor en nú þegar hefur verið greint frá því að það verði á næsta ári. Kirkja heilags Georgs við Windsor-kastala kemur sterklega til greina en yngri systir Beatrice, Eugiene prinsessa, gifti sig þar í fyrra sem og hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan. 

Beatrice og Edoardo Mapelli Mozzi.
Beatrice og Edoardo Mapelli Mozzi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson