Huldufugl fetar í fótspor Elijah Wood

Verkið Kassinn (A Box In The Desert).
Verkið Kassinn (A Box In The Desert). Ljósmynd/Huldufugl

Listahópurinn Huldufugl vann sín fjórðu verðlaun fyrir sýninguna Kassinn á Raindance-kvikmyndahátíðinni um síðustu helgi.

Huldufugl samanstendur af leikkonunni og framleiðandanum Nönnu Gunnars og listræna forritaranum Owen Hindley. 

Á Raindance, sem mun vera ein virtasta kvikmyndahátíð heims, vann sýningin titilinn „Best interactive narrative experience,“ en sömu verðlaun fékk leikari Hringadróttinssögu, Elijah Wood, á síðasta ári. 

Sýningin Kassinn (A Box In the Desert á ensku) er íslenskt leikverk í sýndarveruleika, en síðustu þrjú ár hefur verið sérstök dagskrá á Raindance fyrir svokallaðar 360 gráðu kvikmyndir og verk innan sýndarveruleika. 

„Síðastliðið ár er búið að vera ótrúlegt, en að vinna til verðlauna á Raindance er eiginlega toppurinn. Við höfum fengið að hitta mjög áhrifamikið fólk hér,“ er haft eftir Nönnu Gunnars í tilkynningu. 

„Það var líka ótrúlega mikil hvatning að sjá alla fjölbreytnina sem er í boði í þessum geira, það er greinilega mikil gróska í sýndarveruleikagerð og frábært að kvikmyndahátíðir á borð við Raindance taki þessu listformi opnum örmum,“ segir Owen. 

Auk Nönnu og Owen koma leikarinn Ástþór Ágústsson, tónskáldið Íris Thorarins og rithöfundurinn Alexander Dan að gerð verksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler