Ástæðan ekki framhjáhald eða rifrildi

Travis Scott og Kylie Jenner settu upp sýningu á rauða …
Travis Scott og Kylie Jenner settu upp sýningu á rauða dreglinum í lok ágúst. AFP

Greint var frá því í vikunni að ofurparið Kylie Jenner og Travis Scott hefðu gert hlé á sambandi sínu. Samkvæmt heimildum TMZ átti sér ekkert dramatískt stað eins og heiftarlegt rifrildi eða framhjáhald. 

Heimildarmaður TMZ vill meina að raunveruleikastjarnan og rapparinn hafi hætt saman þar sem þau voru ekki lengur ástfangin. Parið var saman í rúmlega tvö ár og á þeim tíma eignuðust þau eitt barn. Hveitibrauðsdagarnir voru búnir og Scott kominn heim af tónleikaferðalagi. Þau réðu einfaldlega ekki við hið venjulega líf saman. 

Jenner og Scott eru sögð hafa reynt að vinna í sambandinu um hríð en það gekk illa. Hvort sem þau byrja saman aftur eða ekki eru þau ekki líkleg til þess að siga lögfræðingum sínum á hvort annað vegna dóttur sinnar, Stormi. 

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner í lok ágúst.
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner í lok ágúst. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.