Er 22 árum eldri en nýja kærastan

Josh Duhamel er byrjaður með yngri konu.
Josh Duhamel er byrjaður með yngri konu. AFP

Leikarinn Josh Duhamel er kominn með nýja kærustu en sú heppna er fyrirsæta og fyrrverandi fegurðardrottning og heitir Audra Mari. Mari er 22 árum yngri en Hollywood-stjarnan sem verður 47 ára í nóvember. 

Duhamel og Mari sáust kyssast á flugvelli í Toronto að því fram kemur á vef E! Birtust myndir af leikaranum og fyrrverandi ungfrú Bandaríkjanna í sleik fyrir utan Starbucks á flugvellinum. 

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem parið sést saman en þau sáust saman á veitingastað í vor. Þau hafa hins vegar ekki formlega staðfest sambandið en kossinn á flugvellinum segir allt sem segja þarf. 

Duhamel og tónlistarkonan Fergi sóttu um lögskilnað fyrr á árinu en tilkynntu um skilnað að borði og sæng í september 2017. Þau byrjuðu saman árið 2004 og eignuðust saman einn son árið 2013. 

View this post on Instagram

Let’s just do it all over again @kylagradin

A post shared by Audra Mari (@audramari) on Aug 27, 2019 at 10:08am PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.