Giftist fyrsta eiginmanninum aftur 26 árum síðar

Þau Osmond og Craig á seinni brúðkaupsdaginn.
Þau Osmond og Craig á seinni brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Marie Osmond giftist fyrsta eiginmanni sínum, Stephen Craig, í annað skipti árið 2011. Þau höfðu þá verið skilin í 26 ár. 

Osmond og Craig kynntust þegar þau voru unglingar og giftu sig þegar söngkonan var aðeins 22 ára gömul. Ári síðar eignuðust þau son sinn Stephen saman. Osmond var upprennandi stjarna á þessum tíma en var á krossgötum í kjölfar barneignanna. 

„Allir sögðu mér að ferill minn væri búinn,“ sagði Osmond í viðtali. Á endanum ollu erfiðleikar í hjónabandinu því að leiðir þeirra skildi árið 1985, þremur árum eftir að þau höfðu gengið í það heilaga. 

Til þess að hafa í sig og á ákvað Osmond að halda tónlistarferlinum áfram. Nokkrum árum síðar átti hún vinsælustu kántrílög í Bandaríkjunum. Hún giftist seinni eiginmanni sínum Brian Blosil árið 1986 en þau skildu árið 2007. 

Með Blosil átti Osmond tvö börn börn, en þau ættleiddu einnig fimm börn. Sonur þeirra Michael lést árið 2010. 

Osmond segir að hún hafi drifið sig of mikið þegar hún giftist Blosil, aðeins ári eftir að hún skildi við Craig. „Maður þarf virkilega að vera einn um tíma. Og maður þarf að vita að maður er góð manneskja til að finna aðra góða manneskju,“ sagði Osmond.

Eftir erfiðan skilnað við Blosil vildi hún aldrei ganga í hjónaband. En örlögin voru ekki í höndum hennar og rifjuðu þau Craig upp gömul kynni í gegnum son sinn Stephen. 

„Málið með annað hjónaband er að þú fattar að hlutirnir sem þér fannst skipta svo miklu máli, eru ekki það mikilvægir. Ég elska að vera með eiginmanni mínum. Hann er besti maður sem ég þekki,“ sagði Osmond. 

Hún segir son þeirra hafa verið svolítið hræddan við að foreldrar hans byrjuðu aftur saman. „Stephen var að fara að gifta sig og við föttuðum að við gætum ekki farið ógift í brúðkaup sonar okkar. Þannig að við giftum okkur nokkrum mánuðum á undan honum. Hann grínaðist með að hann hélt þetta myndi aldrei gerast,“ sagði Osmond.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.