Munaðarleysingaheimilið fékk Gullna lundann

Munaðarleysingjaheimilið (The Orphanage) eftir Shahrbanoo Sadat vann Gullna lundann á …
Munaðarleysingjaheimilið (The Orphanage) eftir Shahrbanoo Sadat vann Gullna lundann á RIFF í ár.

Verðlaun voru veitt í kvöld til sigurvegara hátíðarinnar RIFF í Norræna húsinu í sextánda skiptið.  Aðalverðlaunin voru veitt myndinni Munaðarleysingjaheimilið (The Orphanage) eftir Shahrbanoo Sadat sem Katja Adomeit framleiddi. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. 

Í tilkynningu frá RIFF er gerð grein fyrir efni myndarinnar: Á seinni hluta níunda áratugarins býr hinn fimmtán ára Qodrat á götum Kabúls og selur bíómiða á svörtum markaði. Hann er mikill aðdáandi Bollywood mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir afhenti verðlaunin og sagði af tilefninu að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. 

Sérstaklega var minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í 16 ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. 

Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. 

Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu eftir Hassan Fazili segir. Um hana segir:  Þegar talíbanar setja fé til höfuðs afganska leikstjóranum Hassan Fazili neyðist hann til að flýja ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. Fazili fangar frá fyrstu hendi þá hættu sem mætir hælisleitendum og ástina sem ríkir í fjölskyldu á flótta.

Hátíðinni er nú formlega lokið þótt verðlaunamyndirnar og þær vinsælustu verði sýndar yfir sunnudaginn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.