Bróðir Katrínar genginn út

James Middleton og unnusta hans Alizee Thevenet.
James Middleton og unnusta hans Alizee Thevenet. skjáskot/Instagram

James Middleton, litli bróðir Katrínar hertogaynju, tilkynnti um trúlofun sína um helgina. Sú heppna er hin franska Alizee Thevenet. 

Middleton birti mynd af sér og unnustunni á Instagram og skrifaði að hún hafi sagt „oui“. Þau hafa verið í sambandi í 15 mánuði og fluttu saman inn fyrr í haust. Thevenet er þrítug, tveimur árum yngri en Middleton og vinnur í fjármálageiranum.

Middleton gaf Thevenet stæðilegan hring með dökkum demanti í, ekki ósvipuðum þeim sem Vilhjálmur gaf Katrínu þegar þau trúlofuðu sig árið 2010. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson