Netflix framleiðir Kötlu

Baltasar Kormákur Baltasarsson.
Baltasar Kormákur Baltasarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vísindaskáldsöguþættirnir Katla úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks verða framleiddir af efnisveitunni Netflix. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Netflix en þar segir að fallegt landslag Íslands verði fyrirferðarmikið í átta þátta Netflix-seríunni en framleiðsla hefst 2020.

„Einu ári eftir gos í Kötlu hefur líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðast til að yfirgefa bæinn því jökullinn nálægt eldfjallinu byrjar að bráðna. Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar,“ segir í tilkynningu.

„Það er spennandi verkefni að fá að takast á við Kötlu með Netflix og mikill heiður að vera fyrsta íslenska framleiðsluteymið sem vinnur heila þáttaseríu með risanum. Katla verða metnaðarfullir og óvenjulegir vísindaskáldsöguþættir og eru búnir að vera lengi í þróun hjá RVK Studios. Við erum í skýjunum yfir því að Netflix taki þá til sýninga,“ segir, Baltasar Kormákur í fréttatilkynningu.

Tesha Crawford, framkvæmdastjóri þáttagerðar hjá Netflix í Norður-Evrópu, segir í fréttatilkynningu: „Ísland hefur verið sögusvið svo margra þáttaraða og kvikmynda í gegnum tíðina. Við erum spennt að fá að sýna stórbrotið landslagið í sögu sem er svo íslensk. Að fá líka tækifæri til að vinna með þeim mikla listamanni sem Baltasar er gerir þetta verkefni fullkomið fyrir okkur. Við bíðum spennt eftir því að sjá og heyra söguna á skjánum og geta svo sýnt áskrifendum okkar um allan heim.“

Katla er samstarfsverkefni Baltasars Kormáks og handritshöfundarins Sigurjóns Kjartanssonar. Þáttaröðin er skrifuð af Sigurjóni, Lilju Sigurðardóttur og Davíð Má Stefánssyni og verður framleidd af RVK Studios.

Þættirnir verða sýndir á Netflix um allan heim og verður frumsýningardagur kynntur síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson