Öllu tjaldað til á Húsavík fyrir Eurovision-myndina

Búið er að girða af hluta hafnarsvæðisins á Húsavík fyrir …
Búið er að girða af hluta hafnarsvæðisins á Húsavík fyrir tökuliðið. Ljósmynd/Heiðdís Hafþórsdóttir

Húsvíkingar eru í óða önn að gera allt tilbúið fyrir komu stórleikara til bæjarins um þessar mundir. Samkvæmt heimildum mbl.is er búið að girða af hluta hafnarsvæðisins fyrir tökulið True North. Svæðið verður afgirt fram á þriðjudaginn næsta, 15. október.

Tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrell munu fara fram á Húsavík á næstu dögum og er leikarinn væntanlegur þangað nú í vikunni. Leikarinn Pierce Brosnan mun einnig fara með hlutverk í kvikmyndinni en hann er mættur til landsins. Rachel McAdams og tónlistarkonan Demi Lovato fara einnig með hlutverk í kvikmyndinni. 

Þá hefur einnig þurft að fríska upp á hús í bænum til þess að þau líti sem best út í kvikmyndinni. Pakkhúsið, hús sem stendur við veitingahúsið Sölku, hefur verið málað í stíl við Sölku en það var áður í gulum lit. Þá var skólphús niður við bryggjuna klætt með timbri, en áður var andlit trúðs á húsinu.

Heimamenn eru margir hverjir gríðarlega spenntir fyrir umstanginu í bænum, enda ekki á hverjum degi sem stjörnur úr Hollywood leggja leið sína norður á Húsavík. 

Lokað til 15. október.
Lokað til 15. október. Ljósmynd/Heiðdís Hafþórsdóttir
Pakkhúsið komið í stíl við Sölku.
Pakkhúsið komið í stíl við Sölku. Ljósmynd/Veitingahúsið Salka
Trúðurinn svokallaði er kominn í Hollywood-búning.
Trúðurinn svokallaði er kominn í Hollywood-búning. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.