Segir Huffman njóta hvítra forréttinda

Felicity Huffman.
Felicity Huffman. AFP

Leikarinn Ricardo Chavira segir fyrrverandi samstarfskonu sína, Felcitiy Huffman, njóta ákveðinna forréttinda þar sem hún sé hvít.

Huffman fékk nokkuð vægan dóm í háskólasvindlsmálinu svokallaða, aðeisn 14 daga fangelsi, 30 þúsund bandaríkjadala sekt og 250 tíma í samfélagsvinnu.

Leikarinn og Huffman unnu saman að gerð þáttanna Desperate Housewives í 8 ár. Hann segir að hann hafi fylgst með þeim forréttindum sem Huffman nýtur þessi 8 ár. Chavira lék Carlos Solis, eiginmann Gabrielle Solis sem Eva Longoria lék. 

Chavira lét ummælin falla á Twitter í kjölfar dómsúrskurðarins og sagði þetta ekki vera almennilegan dóm heldur aðeins vera lítilvæga refsingu. 

„Forréttindi hvítra. Og ég sá átta ár af því svo ég veit hvað ég er að tala um. Ábyrgð og afleiðingar gjörða sinna hefur enga merkingu fyrir þetta fólk,“ skrifaði Chavira.

Ricardo Chavira vann með Huffman í 8 ár.
Ricardo Chavira vann með Huffman í 8 ár. skjáskot
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.