Þetta hatar Aniston við að vera einhleyp

Jennifer Aniston er einhleyp.
Jennifer Aniston er einhleyp. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston mætti í útvarpsþátt Howard Stern í vikunni og talaði meðal annars um ástarlíf sitt en lítið er að frétta úr þeirri deild hjá Friends-stjörnunni. Aniston játaði meðal annars að vera einhleyp í viðtalinu að því er fram kemur á vef E! 

Aniston sagðist vera mjög, mjög upptekin og hefði ekki tíma fyrir ástina akkúrat núna. Þá spurði útvarpsmaðurinn hvort hann ætti að finna einhvern fyrir hana en Aniston þáði það ekki. Sagðist hún ekki hrifin af því. 

„Ég þoli það ekki. Hata það,“ sagði Aniston um það þegar fólk reynir að koma henni saman við nýjan mann. 

Aniston sem hefur gengið í gegnum skilnað tvisvar sinnum virðist ekki vera að stressa sig á makaleysinu. Hún á góða vini og hitti til að mynda gamla Friends-vini nýlega en þau Matt LeBlanc og Courteney Cox og Aniston hittust heima hjá Cox á dögunum. 

View this post on Instagram

A rare night and I love it.

A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on Oct 6, 2019 at 12:05am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það, að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það, að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap.