Björgunarsveitin Garðar mun aðstoða við tökur

Hjólhýsin við Húsavíkurhöfn síðdegis í gær.
Hjólhýsin við Húsavíkurhöfn síðdegis í gær. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík mun koma að tökum á Eurovision-kvikmyndinni sem tekin verður upp þar í bæ. 

Samkvæmt heimildum mbl.is verður hluti myndarinnar tekinn upp úti á Skjálfandaflóa. Báturinn Garpur RE 148 kom til Húsavíkur á mánudag en hann verður notaður í tökum fyrir kvikmyndina og mun björgunarsveitin aðstoða við tökur úti á flóanum.

Breski leikarinn Pierce Brosnan mun fara með hlutverk í myndinni og mætti hann til Húsavíkur í gær. Samkvæmt heimamönnum hefur Brosnan verið að mestu óáreittur og fengið góðar móttökur. 

Leikarinn Will Ferrell mun einnig fara með hlutverk í myndinni en hann skrifaði handritið ásamt Andrew Steele. Leikkonan Rachel McAdams og tónlistarkonan Demi Lovato munu einnig leika í myndinni. 

Fjöldi íslenskra leikara eru einnig með hlutverk í myndinni, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru þar efst á blaði. 

Hjólhýsum hefur verið komið fyrir niðri við Húsavíkurhöfn, en svæði hefur verið girt af fyrir verkefnið. 

Húsvíkingar hafa tjaldað öllu til í tilefni verkefnisins og hafa meðal annars málað og klætt hús svo bærinn skarti sínu fegursta fyrir Netflix. Töluverður fjöldi bæjarbúa hefur verið ráðinn í aukahlutverk og einhverjir leigt út eignir sínar fyrir tökur á kvikmyndinni. 

Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að fjöldi barna í skólanum væri í leyfi í dag til þess að taka þátt í tökum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson