Hemsworth kominn yfir Cyrus

Liam Hemsworth.
Liam Hemsworth. AFP

Ástralski leikarinn Liam Hemsworth virðist vera kominn yfir fyrrverandi eiginkonu sína Miley Cyrus, en hann sást á veitingastað með annarri konu nú í vikunni. 

Hemsworth og Cyrus tilkynntu um skilnað sinn snemma í ágúst eftir aðeins 8 mánaða hjónaband. Cyrus hefur verið fljótari að komast yfir hjónabandið en Hemsworth en hún átti í 5 vikna ástarsambandi við fyrirsætuna Kaitlynn Carter. Nú er hún komin í samband með tónlistarmanninum Cody Simpson. 

Hemsworth sást halda í hönd leikkonunnar Maddison Brown í New York-borg í vikunni og snæddu þau saman á veitingastað. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú þekkir þarf á þér að halda núna. Það dregur ský fyrir sólu í stutta stund. Stundum þarf maður að synda á móti staumnum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú þekkir þarf á þér að halda núna. Það dregur ský fyrir sólu í stutta stund. Stundum þarf maður að synda á móti staumnum.