Elskar að ljúga að fólki

Breaking Bad stjarnan elskar að ljúga að fólki.
Breaking Bad stjarnan elskar að ljúga að fólki. JOE KLAMAR

Breaking Bad-leikarinn Aaron Paul segir að hann elski að ljúga að fólki og því hafi verið lítið mál fyrir hann að leyna tökum á nýju Breaking Bad-kvikmyndinni, El Camino. 

Tilkynning um kvikmyndina kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í sumar og höfðu margir vandamenn Paul ekki hugmynd um að kvikmynd væri væntanleg. Hann segir þó að hann hafi sagt eiginkonu sinni og fjölskyldu og nokkrum vinum að hann væri að vinna að myndinni. 

„Ég elska að koma fólki á óvart, ég elska að ljúga að fólki, það er auðvelt fyrir mig. Við vorum með gervinafn fyrir myndina. Ég sagði eiginkonu minni, augljóslega, og foreldrum mínum og nokkrum vinum, en sagði öllum öðrum að ég væri að vinna að litlu sjálfstæðu verkefni í New Mexico og engan grunaði neitt,“ sagði Paul. 

Hann segist hafa verið mjög spenntur að segja loksins frá því sem hann hafði verið að bralla. Hann segir líka að það hafi verið frábært að hitta allt fólkið sem vann að þáttunum aftur. „Við erum svo mikil fjölskylda, og þetta var eiginlega eins og klikkað ættarmót þar, að segja sömu rugluðu söguna aftur. Þetta var mjög gaman,“ sagði Paul. 

El Camino: A Breaking Bad Movie var frumsýnd á Netflix í gær, föstudaginn 11. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler