Skilnaður Jolie og Pitt í hnút

Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt.
Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt. AFP

Angelina Jolie og Brad Pitt eru ekki enn búin að ganga frá skilnaði sínum þrátt fyrir að rúmlega þrjú ár séu frá því að Jolie sótti um skilnað. Peningar hafa sett strik í reikninginn að því er fram kemur á vef The Blast. 

Samkvæmt skjölum sem The Blast hefur undir höndum hafa þau Pitt og Jolie ekki náð saman um hvernig eigi að gera upp auð sinn. Jolie og Pitt eru sögð hafa beðið dómara um meiri tíma til þess að gera upp fjármál sín. 

Pitt lagði til við dómara að notast yrði við einkadómara til að klára málið og hefur héraðsdómstóll í Los Angeles ekkert á móti því svo lengi sem Jolie og Pitt borgi sjálf fyrir það. Jolie samþykkti að lengja málareksturinn. 

Hjónin deildu áður stíft um forræði barna sinna en samkvæmt heimildum The Blast snýst deilan núna að hluta til um kastala Jolie og Pitt í Frakklandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.