Brosnan þakkar fyrir gestrisnina

Pierce Brosnan.
Pierce Brosnan. Getty Images

Breski leikarinn Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir gestrisnina í nýjustu færslu sinni á Instagram. Leikarinn kom til Húsavíkur á fimmtudag og kvaddi Norðurlandið síðdegis í gær. 

Brosnan var á Húsavík við tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrel og fóru tökur meðal annars fram úti á Skjálfandaflóa. Leikarinn virðist hafa notið veru sinnar á Íslandi en veðrið var afbragðsgott um helgina, þrátt fyrir að snjóað hafi á Hollywood-stjörnurnar aðfaranótt laugardags. Veður var bjart og stillt bæði laugardag og sunnudag, en þó heldur kalt. 

View this post on Instagram

Days end filming in beautiful Húsavík, Iceland with Will Ferrell and Rachael Mc Adams. It was great to be part of the Eurovision family. Thank you Húsavík for your warm welcome.

A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 13, 2019 at 3:30pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.