Brosnan þakkar fyrir gestrisnina

Pierce Brosnan.
Pierce Brosnan. Getty Images

Breski leikarinn Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir gestrisnina í nýjustu færslu sinni á Instagram. Leikarinn kom til Húsavíkur á fimmtudag og kvaddi Norðurlandið síðdegis í gær. 

Brosnan var á Húsavík við tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrel og fóru tökur meðal annars fram úti á Skjálfandaflóa. Leikarinn virðist hafa notið veru sinnar á Íslandi en veðrið var afbragðsgott um helgina, þrátt fyrir að snjóað hafi á Hollywood-stjörnurnar aðfaranótt laugardags. Veður var bjart og stillt bæði laugardag og sunnudag, en þó heldur kalt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.