Höfundur Nágranna látinn

Reg Watson er fallinn frá.
Reg Watson er fallinn frá. Skjáskot/Twitter

Höfundur áströlsku þáttanna Nágranna eða Neighbours, Reg Watson, er látinn 93 ára að aldri. Watson var fæddur í Queensland í Ástralíu en flutti til Bretlands árið 1955 og vann að gerð þáttanna Crossroads þar. 

Hann flutti síðar aftur til Ástralíu á 9. áratugnum og skapaði þættina Neighbours ásamt nafna sínum Reg Grundy. Watson var lýst sem frumkvöðli í dramaþáttagerð og yndislegum vinnufélaga.

Neighbours hafa haldið velli í 34 ár og hafa verið framleiddir lengst allra dramaþátta í Ástralíu. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim og meðal annars hér á Íslandi. 

Þættirnir hafa verið stökkpallur fyrir marga leikara á borð við Kylie Minogue, Margot Robbie, Holly Vallance og Jason Donovan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant