Ída Mekkín hlaut alþjóðleg verðlaun

Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir og Hlynur Pálmason á …
Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir og Hlynur Pálmason á frumsýningunni á Íslandi. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Hvítur, hvítur dagur heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Í gær var tilkynnt að myndin hefði hlotið aðalverðlaun á Hamptons kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Að auki fékk Ída Mekkín sérstök dómnefndarverðlaun fyrir magnaðan leik sinn í myndinni.

Hvítur, hvítur dagur var frumsýnd á Critics' Week í Cannes og vann þar ein af tveimur aðalverðlaunum dómnefndar. Ingvar E. Sigurðsson hefur til þessa hlotið tvenn leikaraverðlaun, Rising Star verðlaunin í Cannes, Frakklandi og Best Performance verðlaunin í Transilvaniu, Rúmeníu. Einnig hefur myndin hlotið aðalverðlaunin á Motovun, Króatíu og sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Zurich, Sviss. Hún hefur enn fremur verið valin inn á fjölda annarra virtra hátíða.

Myndin er í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2019 og er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 og Óskarverðlaunanna 2020.

Myndin Hvítur, hvítur dagur segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler