Elton John segir endurgerð Lion King vonbrigði

Elton John er ekki ánægður með endurgerðina.
Elton John er ekki ánægður með endurgerðina. mbl.is/Golli

Breski tónlistarmaðurinn Elton John er ekki nógu ánægður með endurgerðina á teiknimyndinni Konungur ljónanna og segir hana vera vonbrigði. 

John samdi tónlistina fyrir upphaflegu teiknimyndina sem kom út árið 1994. Á þessu ári kom svo út endurgerð kvikmynd af myndinni en myndin hefur ekki fengið jafn góðar viðtökur og myndin árið 1994. 

„Nýja útgáfan af Konungi ljónanna var mér mikil vonbrigði því mér finnst þau hafa klúðrað tónlistinni. Tónlist var svo stór hluti af upphaflegu myndinni, og tónlistin í nýju myndinni hafði ekki sömu áhrif. Töfrarnir og gleðin týndist,“ sagði John í viðtali við GQ. 

„Lagið hafði ekki nærri því sömu áhrif á vinsældalistum eins og það gerði fyrir 25 árum þegar það var mest selda plata ársins. Nýja lagið datt út af vinsældarlistum fljótt, þrátt fyrir að miðasala á myndina hafi verið góð,“ hélt John áfram. 

Þetta er rétt hjá tónlistarmanninum. Platan sem fylgdi teiknimyndinni árið 1994 seldist í 10 milljónum eintaka í Bandaríkjunum og er hún sú teiknimynd sem hefur selt flestar plötur í heiminum. Plöturnar tvær sem gefnar voru út í tilefni af endurgerðinni hafa ekki selst mikið. 

„Ég vildi óska þess að mér hefði verið boðið að koma meira að myndinni, en listræn stjórnun fyrir myndina og tónlistin var öðruvísi í þetta skiptið og ég var ekki velkominn og það var ekki komið fram við mig af sömu virðingu. Það hryggir mig. Ég er samt mjög glaður að rétti andinn fyrir tónlistina lifir áfram í söngleiknum,“ sagði John. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler