Fulltrúi Spánar biður um hjálp

Hinn vinsæli Blas Cantó keppir fyrir Spán í Eurovision í …
Hinn vinsæli Blas Cantó keppir fyrir Spán í Eurovision í maí á næsta ári. Skjáskot/Instagram

Spánverjar hafa ekki riðið feitum hesti frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva síðustu ár. Vonast er til þess að tónlistarmaðurinn Blas Cantó breyti því í Rotterdam á næsta ári en Cantó er að minnsta kosti afar spenntur. 

Búið er að velja flytjandann en ekki lagið. Fram kemur á vef ESC Today að spænska sjónvarpið vinni nú hörðum höndum með Cantó og teymi hans að laginu. Cantó tók upp á því að biðja um hjálp aðdáenda sinna á Instagram. Bað hann þá um að skilja eftir hugmyndir að yrkisefnum fyrir Eurovision-lagið í athugasemdum. 

Segja má að langþráður draumur hjá hinum 27 ára gamla Cantó sé nú að rætast en hann hefur bæði reynt að taka þátti í Eurovision-keppni barna og sem hluti af strákabandinu Auryn í stóru keppninni en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var nálægt því með Auryn en árið 2011 lenti strákabandið í öðru sæti í forkeppni Eurovision á Spáni.

Fyrir utan misheppnaðar tilraunir til þess að komast í Eurovision hefur Cantó gefið út fimm plötur en aðeins eina sólóplötu. Lag hans El No Soy Yo varð afar vinsælt á Spáni þegar það kom út í fyrra og hafa vel yfir 65 milljónir horft á myndbandið við lagið á Youtube. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.