„Hittir mig beint í hjartastað“

Harry Bretaprins leyfði tilfinningunum að ráða för þegar hann ávarpaði ...
Harry Bretaprins leyfði tilfinningunum að ráða för þegar hann ávarpaði verðlauna­at­höfn sam­taka lang­veikra barna og aðstand­enda þeirra í London í gær. AFP

Harry Bretaprins brast nánast í grát þegar hann ávarpaði verðlauna­at­höfn sam­taka lang­veikra barna og aðstand­enda þeirra í London í gær, en hann er vernd­ari sam­tak­anna WellChild. 

Hann rifjaði upp þegar hann var viðstaddur samkomuna í fyrra ásamt eiginkonu sinni, Meghan Markle, þegar aðeins þau vissu að þau ættu von á barni. 

„Ég man...“ sagði Harry, áður en rödd hans brast lítillega og hann baðst afsökunar áður en hann hélt áfram. „Ég kreisti hönd Meghan svo fast á meðan verðlaunaafhendingunni stóð. Við vorum bæði að hugsa hvernig það yrði að verða foreldrar einn daginn,“ sagði Harry. 

Hægt er að sjá myndskeið BBC hér í rammanum fyrir neðan. 


Hann sagðist einnig hafa hugsað til þess að þau myndu gera allt sem þau geta til að vernda barnið og hjálpa því, myndi það ekki fæðast við fulla heilsu og þurfa að glíma við heilsufarsáskoranir. 

Líkt og alheimur veit fæddist sonur Harry og Meghan, Archie litli, 6. maí síðastliðinn, heilbrigður og hraustur. 

„Í dag, sem foreldrar, að vera hér og tala við ykkur hittir mig beint í hjartastað með þeim hætti sem ég skildi ekki áður en ég eignaðist mitt eigið barn,“ sagði Harry.Hertogahjónin ásamt William Magee, einum af verðlaunahöfum kvöldsins.
Hertogahjónin ásamt William Magee, einum af verðlaunahöfum kvöldsins. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. Reyndu að vera raunsæ/r og nota skynsemina í deilu við nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. Reyndu að vera raunsæ/r og nota skynsemina í deilu við nágranna.