Íslenskir stafir vefjast fyrir Brosnan

„Milli tveggja heima á Pingvöllum“
„Milli tveggja heima á Pingvöllum“ skjáskot/Instagram

Breski leikarinn Pierce Brosnan hefur kannski brugðið sér í hlutverk njósnara hennar hátignar en hann gerir þó sömu mistök og margir aðrir ferðamenn gera.

Brosnan birti mynd úr Íslandsheimsókn sinni í dag, þar sem hann og eiginkona hans stilla sér upp á Þingvöllum. Það fór þó ekki betur en svo hjá Brosnan að hann stafsetti Þingvelli, „Pingvellir“ sem er algeng stafsetningarvilla hjá erlendum ferðamönnum. 

Brosnan hefur dvalið hér á Íslandi á nokkra daga en hann var norður á Húsavík í síðustu viku við tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.