Netflix kært fyrir ærumeiðingar í When They See Us

Ava DuVernay er leikstýrir þáttunum When They See Us.
Ava DuVernay er leikstýrir þáttunum When They See Us. AFP

Streymisveitan Netflix og leikstjórinn Ava DuVernay hafa verið kærð fyrir ærumeiðingar í þáttunum When They See Us vegna yfirheyrslutækni sem notuð er í þáttunum. 

Þættirnir When They See Us fjalla um fimmmenningana í Central Park Five-málinu fræga. Netflix og Du Vernay eru kærð fyrir hvernig þau sýna Reid-yfirheyrslu tæknina, en Reid-aðferðin er mjög umdeild. 

Samkvæmt kærunni, sem John E. Reid and Associates lögðu fram, er tæknin sem sýnd er í þáttunum ekki Reid-aðferðin. Kæran nær til atriðis í síðasta þættinum í seríunni, þar sem aðstoðarsaksóknarinn í málinu, Nancy Ryan, og rannsóknarlögreglumaður ræða saman.

Þar segir Ryan að rannsóknarlögreglan hafi kreist játningarnar út úr þeim eftir 42 tíma yfirheyrslu, án þess að leyfa þeim að fá mat eða fara á klósettið. Ryan bætir við að Reid-aðferðinni hafi verið afneitað alls staðar í heiminum. 

Reid and Associates segja þetta vera ranga mynd af aðferðinni. Þau segja að aðferðin sé byggð á „fyrirframuppbyggðum viðtölum og yfirheyrsluferli“ og ekki sé notast við hótanir eða hinum grunaða sé neitað um grunnréttindi hans. 

Þau fara fram á skaðabætur en einnig að þættirnir verði teknir út af streymisveitunni. Reid-aðferðin var mótuð af fyrrverandi lögreglumanninum John Reid árið 1974 og hefur verið kennd og notuð í yfirheyrslum síðan þá. Hún hefur verið mikið gagnrýnd síðan vísindunum hefur fleytt fram hvað varðar DNA-sönnunargögn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson