Þarf bara að sitja inni í 13 daga

Felicity Huffman losnar úr fangelsinu 27. október.
Felicity Huffman losnar úr fangelsinu 27. október. AFP

Leikkonan Felicity Huffman þarf bara að sitja inni í 13 daga, en ekki 14 eins og dómurinn hljóðar upp á. Ástæðan er sú að hún var handtekin daginn sem hún var ákærð og sat inni í nokkrar klukkustundir. Þær klukkustundir telja sem einn dagur í bókum fangelsisyfirvalda í Kaliforníu. 

Huffman gaf sig fram í fangelsi á mánudaginn síðasta, 14. október, og mun því losna 27. október. Hún er í fangelsinu FCI í Dublin sem er í 65 kílómetra fjarlægð frá San Francisco-borg. Aðbúnaður fanga í fangelsinu er sagður góður og maturinn hinn ágætasti en hún fékk kjúklingabuff í hádeginu og piparsteik í kvöldmatinn.

Huffman fékk ansi vægan dóm miðað við hvað saksóknari fór fram á upphaflega. Heimildir TMZ herma að til að byrja með vildi saksóknari fara fram á eins árs fangelsi. Þegar honum var ljóst að það myndi ekki ganga eftir fór hann fram á 4 mánuði. Fyrir dómara var svo aðeins farið fram á eins mánaðar fangelsi. Dómarinn dæmdi Huffman hins vegar aðeins í 14 daga fangelsi, ásamt 250 tímum af samfélagsvinnu og var henni gert að greiða sekt upp á 30 þúsund Bandaríkjadali. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.