Vilja lögbann á kvikmynd um Panamaskjölin

Gary Oldman, Meryl Streep, and Antonio Banderas á frumsýningu The …
Gary Oldman, Meryl Streep, and Antonio Banderas á frumsýningu The Laundromat á kvikmyndahátíðinni í Toronto. AFP

Lögmenn sem tengjast Panamaskjölunum reyna nú að fá lögbann á að kvikmynd um skjölin, The Laundromat, verði gerð aðgengileg á Netflix á morgun.

Kvikmyndin, sem skartar ekki síðri leikurum í aðalhlutverkum en Meryl Streep, Gary Oldm­an og Ant­onio Band­eras, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í sumar og fór í kvikmyndahús í september. Til stendur að hún verði aðgengileg á Netflix á morgun, 18. október.

Lögmennirnir Jurgen Mossack og Ramon Fonseca segja að kvikmyndin gefi ranga mynd af þeim sem glæpasnillingum og hafa lögsótt framleiðendur hennar á grundvelli ærumeiðinga.

Til bráðabirgða hafa þeir farið fram á lögbann á myndina á meðan málið fer fyrir dómstóla.

Frétt Breaking News

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.