Lady Gaga flaug fram af sviðinu

Lady Gaga flaug fram af sviðinu í örmum aðdáanda.
Lady Gaga flaug fram af sviðinu í örmum aðdáanda. Frazer Harrison

Tónlistarkonan Lady Gaga flaug fram af sviðinu í örmum tónleikagests í Las Vegas í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 

Gaga hafði boðið tónleikagestinum Jack upp á sviðið og stökk svo í fang hans. Það endaði ekki betur en svo að Jack skrikaði fótur og féllu þau fram af sviðinu. Þau skutu mörgum skelk í bringu enda fallið ekki fallegt. 

Þau Gaga og Jack skiluðu sér svo aftur upp á sviðið og kláraði söngkonan að syngja lagið Million Reasons með Jack sér við hlið. „Þetta er magnað. Við elskum hvort annað svo mikið að við duttum fram af fjandans sviðinu,“ sagði Gaga. 

Aðdáendur Gaga höfðu miklar áhyggjur af henni eftir fallið en hún harkaði það af sér og róaði tónleikagesti þegar öryggisverðir höfðu hjálpað henni á fætur. „Það er allt í góðu. Það eina sem er ekki í lagi er að okkur vantar stiga upp á sviðið svo ég komist aftur upp,“ sagði Gaga. 

Hún hughreysti svo Jack greyið sem var með tár á hvarmi eftir slysið. „Hafðu engar áhyggjur, allt er í góðu lagi. Þetta var ekki þér að kenna,“ sagði Gaga og bað hann um að fyrirgefa sjálfum sér fyrir það sem kom fyrir. Tónleikagestur sagði í þræði á Reddit að hún hafi beðið alla á netinu að vera góða við hann og að gera ekki grín að honum.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.