Þórunn Antonía og Valli Sport með hádegisboð

Valgeir Magnússon og Þórunn Anotía Magnúsdóttir ætla að kynna lagið …
Valgeir Magnússon og Þórunn Anotía Magnúsdóttir ætla að kynna lagið sitt í dag.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Valgeir Magnússon eða Valli Sport eins og hann er kallaður kynna í dag  lagið Ofurkona fyrir þeim sem áttu þátt í því að lagið fæddist.

„Við vildum gera svona „takk fyrir“ hádegi með öllum konunum sem ég tók viðtal við og öðrum sem komu að laginu. Líklega hafa ekki mörg lög orðið til þar sem svona margir eru þátttakendur í ferlinu,” segir Valli um kynninguna en hann tók við töl við um 40 komur við gerð textans í laginu til að komast að því hvernig er að vera kona og notaði svo orð kvennanna í textagerðina. En hann og Þórunn hafa boðið öllum þessum konum og fleirum sem komu að verkefninu til hádegisverðar þar sem þau munu öll hlusta á lagið áður en það kemur út.

„Ég sá fljótlega stef í þessum viðtölum sem tengdist pressunni sem konur setja á sig sjálfar og fá frá kynsystrum sínum um að vera fullkomnar. Einnig er mikið af óþolandi frösum í umhverfinu sem er ætlað að nýta þessa pressu sem konur setja á sig eins og „vertu besta útgáfan af sjálfri þér“ eða þá um hvernig þær eru að sinna börnum sínum.”

Lagið mun svo koma út í næstu viku á Spotify og fleiri tónlistarveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson