Hafði augastað á Hemsworth þegar hann var kvæntur

Maddison Brown hafði augastað á Liam Hemsworth þegar hann var …
Maddison Brown hafði augastað á Liam Hemsworth þegar hann var enn með Miley Cyrus. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Maddison Brown hafði augastað á samlanda sínum Liam Hemsworth á meðan hann var enn giftur Miley Cyrus. 

Hemsworth og Brown sáust á stefnumóti í New York um síðustu helgi og sáust þau leiðast um götur borgarinnar. Einhverjum kemur kannski á óvart að parið sé að stingja nefjum saman en dyggir aðdáendur Brown vita kannski að hún hefur haft augastað á honum. 

Hemsworth tilkynnti um skilnað sinn snemma í ágúst á þessu ári, en hann og Cyrus höfðu aðeins verið gift í 7 mánuði. Cyrus var ekki lengi að finna sér nýja elskhuga, en hún er komin á maka númer 2 eftir skilnaðinn. Hemsworth er hins vegar ekki að flýta sér að sögn heimildarmanna People og ætlar sér rólega inn í sambandið með Brown.

Brown sagði í þættinum Zach Sang Show í sumar að hún myndi sofa hjá Hemsworth. Reyndar ekki bara Liam heldur sagðist hún vilja fara í eina sæng með þeim bræðrum Liam og Chris. Játninguna gaf hún í samkvæmisleiknum „Sofa hjá, drepa og giftast“ þar sem sá sem leikur leikinn þarf að velja úr þremur manneskjum, hverjum hann myndi vilja sofa hjá, drepa og giftast. 

Brown fékk valmöguleikana Hugh Jackman, Margot Robbie og Hemsworth-bræðurna. Brown vildi drepa Jackman, giftast Robbie og sofa hjá þeim bræðrum. 

Brown er hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Dynasty en hún hefur einnig leikið í The Kettering Incident. Hún er frá Ástralíu eins og Hemsworth. Brown er 22 ára gömul, fædd árið 1997 og er því 7 árum yngri en nýi kærastinn hennar. 

Liam Hemsworth og Maddison Brown í New York síðustu helgi.
Liam Hemsworth og Maddison Brown í New York síðustu helgi. Skjáskot
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.