Sá fyrir fjölskyldunni frá unga aldri

Julie Andrews sá fyrir fjölskyldu sinni frá unga aldri.
Julie Andrews sá fyrir fjölskyldu sinni frá unga aldri. AFP

Ævi leik- og söngkonunnar Julie Andrews hefur ekki verið neinn dans á rósum þrátt fyrir að hún hafi öðlast mikla frægð í Hollywood á sínum tíma. Hún gaf nýlega út annað bindi af sjálfsævisögu sinni Home Work:A Memoir of My Hollywood Years sem fjallar um starf hennar í Hollywood.

Julie er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Mary Poppins í Mary Poppins-kvikmyndinni frá árinu 1965. Hún fór einnig með aðalhlutverk í The Sound of Music þar sem hún lék nunnuna sem gerðist barnfóstra. 

Hún er fæddist árið 1935 í Surrey í Bretlandi. Æska hennar var erfið en foreldrar hennar voru báðir virkir alkóhólistar og neyddist hún til þess að vinna fyrir fjölskyldunni ung að árum. Hún fékk hlutverk í söngleikjum og var á unglingsárum sínum eina fyrirvinna heimilisins. 

Móðir hennar yfirgaf föður hennar fyrir tenórsöngvarann Ted Andrews þegar Julie var barn. Einstaklega falleg söngrödd Julie gerði það af verkum að aðeins 9 ára gömul kom hún fram með stjúpföður sínum og stóð á bjórkassa til þess að ná upp í hljóðnemann.

Hún segir frá því að þegar hún var 15 ára gömul uppgötvaði hún að blóðfaðir hennar væri fjölskylduvinur sem móðir hennar hélt fram hjá með. Hún segir að Ted Andrews hafi tvisvar reynt að skríða upp í rúm til hennar og að á endanum hafi hún sett lás á herbergishurðina sína.  

Þau hlutverk sem Julie fór með í kvikmyndunum sem komu henni á kortið áttu það sameiginlegt að vera hlutverk móðurlegra kvenna. Hún hefur alltaf unnið að því að komast frá hlutverkunum svo fólk líti ekki á hana sem einhverja Maríu mey. 

Hún sagði eitt sinn í viðtali „Fær Mary Poppins fullnægingar? Fer Mary Poppins á klósettið? Ég get lofað þér að það gerir hún.“

Julie segist blóta mikið og að það hafi komið kvikmyndatökumönnum í Sound of Music á óvart að hún blótaði eins og sjómaður þegar eitthvað fór úrskeiðis. 

Andrews kallar ekki allt ömmu sína.
Andrews kallar ekki allt ömmu sína. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson