Clooney lætur lítið fyrir sér fara á Austurlandi

George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í mynd sem tekin …
George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í mynd sem tekin er upp að hluta á Íslandi. AFP

Vinna við kvikmynd George Clooney, Good Morning, Midnight, er í fullum gangi á Austurlandi en tökur áttu að hefjast í dag, mánudag. Leikstjórinn og aðalleikarinn George Clooney hefur lítið látið fyrir sér fara og hafa heimamenn sem blaðamaður mbl.is náði tali af ekki tekið eftir honum inni á Höfn. 

Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður Vatnajökulsþjóðgarðsvarðar, segist ekki hafa orðið vör við neitt á Höfn og segir myndina aðeins hafa jákvæð áhrif á svæðið. Hún telur veru tökuliðsins hafa lítil áhrif á annað fólk í þjóðgarðinum.

„Þau eru á Skálafellsjökli þar sem er farið í vélsleðaferðir og þess háttar. Þetta er ekki stór ferðamannastaður þannig lagað séð. Þetta hefur voða lítil áhrif á okkur. Þetta er bara jákvætt fyrir ferðaþjónustuna sem nýtur góðs af,“ segir Steinunn Hödd. 

Ljóst er að bærinn nýtur góðs af. Hótel á Höfn og í nágrenni eru sögð vel nýtt meðan á tökum stendur. 

Áætlað er að tökum á Íslandi ljúki í byrjun nóvember. Einhverjir bæjarbúar taka þátt í verkefninu en Eskimo Casting sá um að finna aukaleikara fyrir myndina á Íslandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.