„Ég elska hann afar heitt“

Harry Bretaprins blæs á sögusagnir um að brestir séu í …
Harry Bretaprins blæs á sögusagnir um að brestir séu í sambandi hans og Vilhjálms bróður hans. AFP

Harry Bretaprins segist elska Vilhjálm bróður sinn afar heitt en að þeir séu hvor á sinni vegferðinni þessa stundina og hittist því minna. 

Harry var spurður um samband sitt við eldri bróðurinn í nýrri heimildamynd um opinbera heimsókn hans og Meghan til Afríku í lok september og byrjun október. Sögusagnir hafa komist á kreik þar sem því er haldið fram að brestir séu í sambandi bræðranna. 

Harry segir að þeir Vilhjálmur eyði minni tíma saman nú …
Harry segir að þeir Vilhjálmur eyði minni tíma saman nú en áður, einfaldlega vegna þess að þeir séu svo uppteknir að sinna konunglegum störfum. Hér eru þeir ásamt föður sínum, Karli Bretaprinsi, í fjölskyldufríi í Sviss árið 2005. AFP

Harry segir mikinn þrýsting fylgja því að tilheyra konungsfjölskyldunni og þeim störfum sem hann gegnir sem prins. 

„Við erum bræður og verðum alltaf bræður. Við erum hvor á sinni vegferðinni núna en ég mun alltaf styðja hann og ég veit að hann mun alltaf styðja mig. Við hittumst ekki jafn mikið núna og áður af því að við erum svo uppteknir en ég elska hann afar heitt. En sem bræður eigum við góða daga og slæma,“ segir Harry.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.