Hélt að allir karlar væru vondir

Miley Cyrus er bara búin að finna eina manneskju sem …
Miley Cyrus er bara búin að finna eina manneskju sem er góð og með typpi. AFP

Tónlistarkonan Miley Cyrus sagði í beinni útsendingu á Instagram í gærkvöldi að hún hafi haldið að hún þyrfti að vera samkynhneigð af því að allir karlar væru vondir.

„Ég bara hélt alltaf að ég þyrfti að vera samkynhneigð af því allir strákar væru vondir, en það er ekki rétt,“ sagði tónlistarkonan. Hún skildi við eiginmann sinn, Liam Hemsworth, í byrjun ágúst síðastliðins.

Eftir það byrjaði hún með fyrirsætunni Kaitlynn Carter. Þær voru saman í tæpa tvo mánuði. Um tveimur vikum eftir það byrjaði hún svo með ástralska tónlistarmanninum Cody Simpson og eru þau nú í sambandi. 

Hún hughreysti fylgjendur sína og sagði að það væru góðir karlmenn þarna úti og fólk ætti ekki gefast upp. „Þú þarft ekki að vera samkynhneigð, það eru góðar manneskjur með typpi þarna úti — þú þarft bara að finna þá,“ bætti tónlistarkonan við. 

Cyrus sagði í útsendingunni að hún hafi bara fundið eina manneskju sem væri góð og með typpi og það væri Simpson, sem var með henni í útsendingunni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.