Byrjaður með tvífara Victoriu Beckham

Brooklyn Beckham ásamt föður sínum David Beckham.
Brooklyn Beckham ásamt föður sínum David Beckham. AFP

Elsti sonur Davids og Victoriu Beckham, Brooklyn Beckham, er kominn með nýja kærustu. Brooklyn sem er tvítugur er sagður vera að hitta 27 ára gamla fyrirsætu að nafni Phoebe Torrance. Það sem þykir áhugavert við samband þeirra er að Torrance vann fyrir sér sem tvífari Victoriu Beckham að því er fram kemur á vef The Sun

Parið hefur verið að hittast að undanförnu og voru þau meðal annars mynduð með hendurnar utan um hvort annað á næturklúbbi í september. Beckham-sonurinn og Torrance eru sögð umgangast sama fólkið og hafa vitað af hvort öðru lengi. 

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. AFP

„Það undarlega er samt að frá ákveðnum sjónarhornum er hún óhugnanlega líka móður hans, Victoriu,“ sagði heimildarmaður. Hefur Beckham meðal annars verið strítt á því hversu lík nýja kærastan sé móður hans.

Á Torrance að hafa sagt vinum sínum að hún hafi setið fyrir sem Victoria Beckham snemma á fyrirsætuferlinum. Launin hjálpuðu henni að fjármagna háskólanám. 

Ástamál hins unga Brooklyns komast alltaf í fréttir. Upp úr slitnaði úr stormasömu sambandi hans við fyrirsætuna Hönu Cross í sumar. Samband hans við leikkonuna Chloë Grace Mor­etz var einnig áberandi en þau hættu saman í annað sinn árið 2017. 

View this post on Instagram

Is it fast enough so we can fly away #35mm

A post shared by Phoebe Scarlett Torrance (@phoebetorrance) on Oct 19, 2019 at 8:39am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.