Lady Gaga einhleyp á ný

Lady Gaga er einhleyp.
Lady Gaga er einhleyp. AFP

Söngkonan Lady Gaga sagði á Instagram um helgina að hún væri einhleyp. Gaga sást fyrst með upptökumanninum Daniel Horton í sumar en nú virðist allt vera búið ef marka má orð hennar á samfélagsmiðlinum. 

Gaga deildi sjálfsmynd að því er fram kemur á vef People með vinkonu sinni sem var að fara að gifta sig. „Kona sem er að verða gift kona og ég, einhleyp dama,“ skrifaði hún við mynd af sér og vinkonu sinni. 

Gaga var trúlofuð umboðsmanninum Christian Carino þangað til í febrúar á þessu ári. Margir vonuðu að hún myndi byrja með Bradley Cooper, mótleikara sínum úr Shallow, þegar hann og Irina Shayk tilkynntu um sambandsslit sín í byrjun sumars en þá kom Horton til sögunnar. Nú er spurning hvort vinátta þeirra Cooper og Gaga þróist eitthvað eða þau verði áfram bara vinir. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.