Líklegri til að semja en að koma fyrir dómara

Loughlin gæti fengið vægan dóm eins og Huffman.
Loughlin gæti fengið vægan dóm eins og Huffman. AFP

Leikkonan Lori Loughlin er sögð líklegri til að semja í háskólasvindlsmálinu svokallaða heldur en að koma fyrir dómara samkvæmt heimildarmönnum TMZ.

Allt tengist þetta niðurstöðu dómara í máli leikkonunnar Felicity Huffman og ástæðum fyrir léttvægum dómi sem hún fékk. Huffman var dæmd í 14 daga fangelsi, 250 tíma samfélagsvinnu og gert að greiða 30 þúsund Bandaríkjadali. Hún játaði að hafa greitt fyrir að dóttir hennar fékk lengri tíma til að ljúka SAT-prófi og að láta leiðrétta svör hennar eftir á.

Lykilatriðið í máli saksóknara í máli Huffman var að aðrir nemendur fengu ekki inngöngu í skóla vegna þess að dóttir Huffman var með hærri einkunn. Glæpurinn hafði því áhrif á marga. Dómarinn tók þær skýringar hins vegar ekki gildar og var því dómurinn mun léttvægari en saksóknari fór fram á.

Hvað varðar mál Loughlin greiddi hún 500 þúsund Bandaríkjadali til að koma dætrum sínum inn í skóla og var meðal annars látið líta út fyrir að þær væru öflugar í kappróðri. Glæpur Loughlin hafði ekki áhrif á aðra nemendur þar sem hann hindraði ekki inngöngu annarra. 

Nú er því talið að saksóknari vilji ekki tapa öðru máli á þennan hátt fyrir dómara og sé opinn fyrir samningaviðræðum við Loughlin. Hún mun að öllum líkindum sitja inni, en ekki lengur en í nokkrar vikur líkt og Felicity Huffman. 

Huffman er vel á veg komin með afplánun sína og mun losna úr fangelsinu í Dublin í Kaliforínu á sunnudaginn næstkomandi.

Huffman situr nú inni í fangelsi í Dublin í Norður-Kaliforníu.
Huffman situr nú inni í fangelsi í Dublin í Norður-Kaliforníu. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að brydda upp á einhverju nýju eða óvenjulegu í dag ef þú mögulega getur. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að brydda upp á einhverju nýju eða óvenjulegu í dag ef þú mögulega getur. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum.