Minaj giftist dæmdum ofbeldismanni

Minaj og Petty eru gengin í það heilaga.
Minaj og Petty eru gengin í það heilaga. Skjáskot/Instagram

Rapparinn Nicki Minaj gekk í það heilaga á dögunum með unnusta sínum Kenneth „Zoo“ Petty, sem er dæmdur ofbeldismaður. 

Minaj deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram í gær þar sem sást í bolla sem á stóð, „Herra“ og „Frú“ og einnig derhúfur með orðunum „Brúðgumi“ og „Brúður“. Undir myndbandið skrifaði hún brúðkaupsdaginn og nýja nafnið sitt, Onika Tanya Maraj-Petty.

Hjónabandið hefur legið í loftinu um nokkurt skeið en um miðjan ágúst tilkynnti Minaj að þau hafi sótt um leyfi til að gifta sig, það myndi renna út eftir um 80 daga og því myndu þau gifta sig innan þess tíma. 

Minaj og Petty hafa verið saman í um eitt ár en kynntust fyrst þegar hún var aðeins 17 ára.  

Petty var dæmd­ur í 18-54 mánaða fang­elsi árið 1995 fyr­ir að nauðga 16 ára stúlku árið 1994. Hann var á þeim tíma 15 ára. Hann hef­ur einnig setið inni fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Hann játað sök sína í mál­inu árið 2006 og var dæmd­ur í 10 ára fang­elsi. Hann sat þó aðeins inni í 7 ár og losnaði árið 2013. 

View this post on Instagram

👰🏽🤵🏽😢🙏🏽🎀 Onika Tanya Maraj-Petty 10•21•19

A post shared by Barbie (@nickiminaj) on Oct 21, 2019 at 8:22pm PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.