Huffman laus úr fangelsi 2 dögum fyrr

Felicity Huffman er laus úr fangelsi.
Felicity Huffman er laus úr fangelsi. AFP

Leikkonan Felicity Huffman er laus úr fangelsi eftir 11 daga fangelsisvist. Upphaflegur dómur hennar hljóðaði upp á 14 daga en var henni hleypt út snemma í morgun í Dublin í norður Kaliforníu.

Huffman var dæmd fyrir aðkomu sína að háskólasvindlsmálinu svokallaða, en hún játaði fyrir dómara að hafa greitt 15 þúsund bandaríkjadala til þess að hækka einkunn dóttur sinnar Sophie á SAT-prófinu. Dómur hennar hljóðaði einnig upp á 250 klukkustundir af samfélagsvinnu og henni gert að greiða 30 þúsund bandaríkjadali í sekt.

Huffman gaf sig fram til fangelsins mánudaginn 14. september og átti að sitja inni þar til á mánudaginn 28. Dómur hennar var svo styttur um einn dag þar sem hún sat inni í fangelsi í nokkra tíma þegar hún var handtekin upphaflega. Hún hefði því átt að losna á sunnudaginn.

Samkvæmt heimildum TMZ er heimilt að hleypa föngum fyrr út, falli lausnardagur þeirra á helgi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú sért það sjálfur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú sért það sjálfur.