Kanye opnar sig um kynlífsfíknina

Kanye West.
Kanye West. AFP

Fjöllistamaðurinn Kanye West opnaði sig um kynlífsfíkn sína í viðtali við Zane Lowe. West undirbýr nú útgáfu plötu sinnar Jesus is King, en útgáfan hefur dregist í tæpan mánuð núna. The Guardian greinir frá.

West sagði að hann hafi horft á klám þegar hann var ungur og að hann hafi orðið háður kynlífi í kjölfar andlát móður hans árið 2007. „Sumt fólk drekkir sorgum sínum í fíkniefnum og ég drekkti sorgum mínum í minni fíkn, kynlífi,“ sagði West. 

Hann ræddi útgáfu plötunnar í viðtalinu en hann segist sjálfur vera kristinn. West sagði einnig að hann hafi beðið alla þá sem komu a plötunni að stunda ekki kynlíf fyrir hjónaband. 

„Það komu tímar þar sem ég bað fólk sem kom að plötunni að stunda ekki kynlíf fyrir hjónaband á meðan þau unnu að plötunni. Það komu tímar þar sem ég fór til fólks sem var að vinna að öðrum verkefnum og bað það að einbeita sér bara að plötunni. Ég hélt að ef við gætum öll einbeitt okkur og fastað - fjölskyldur sem biðja saman verða saman,“ sagði West.

Í gærkvöldi hélt hann hlustunarpartý í Los Angeles þar sem 30 mínútna Jesus is King stuttmynd var sýnd og í kjölfarið var platan spiluð.

West ræddi einnig um mál sem hefur komið sér nokkuð illa fyrir hann - stuðning hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. West sást reglulega með derhúfu til stuðnings Trump sem á stóð „Make America Great Again“. West sagði að hann og Trump hefðu báðir „drekaorku“ og að það væri ekki hægt að neyða hann til að segja skoðanir sínar. 

Hann sagði svo að sjálfur íhugaði hann að bjóða sig fram til forseta. „Það mun koma tími þar sem ég verð forseti Bandaríkjanna og ég mun muna eftir öllum þeim sem trúðu ekki menningarlega á það sem við erum að gera,“ sagði West. 

Í þessu sama viðtali talaði West einnig um sjálfan sig sem „óneitanlega magnaðasta mennska listamann allra tíma“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant